Gríðarlegt magn af roði fellur til sem hliðarafurð frá sjávarútveginum.
Á sama tíma fyllast landfyllingar af endingarlitlum textíl. Með því að
framleiða leður úr roði í stærri einingum má leysa þessi vandamál.
Okkar markmið er að bjóða framleiðendum upp á slitsterkt og létt leður í metravís.
Hægt verður að fá ýmsar þykktir, liti og munstur. Hráefnið er afgangs roð og afskurður frá
fiskvinnslum. Notast verður við umhverfisvæn efni og hliðarafurðir eftir fremsta megni.