Gríðarlegt magn af roði fellur til sem hliðarafurð frá sjávarútveginum.
Á sama tíma fyllast landfyllingar af endingarlitlum textíl. Með því að
framleiða leður úr roði í stærri einingum má leysa þessi vandamál.
Okkar markmið er að bjóða framleiðendum upp á slitsterkt og létt leður í metravís.
Hægt verður að fá ýmsar þykktir, liti og munstur. Hráefnið er afgangs roð og afskurður frá
fiskvinnslum. Notast verður við umhverfisvæn efni og hliðarafurðir eftir fremsta megni.
Vaxtarrými
Roðleður tekur þátt í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými 2022 sem hófst 4 október og lýkur 26 nóvember. Vaxtarrými er framhald af Norðansprota keppninni og einnig með þemað matur, orka og vatn, sem og sjálfbærni. Á meðan hraðlinum stendur býðst teymum að sitja vinnustofur, fá ráðgjöf mentora, fræðslufundi og fleira. Það er Norðanátt sem stendur fyrir hraðlinum og taka 10 teymi þátt að þessu sinni.
Norðansprotinn 2022
Roðleður vann nýsköpunarhugmynda samkeppnina Norðansprotinn sem fór fram þann 20 maí 2022. Þema keppninnar var matur, orka og vatn. Upprunalega voru 13 teymi skráð til leiks en 6 þeirra var boðið í úrslit og að halda lyftu kynningu fyrir dómnefnd. Úrslitin fóru fram í Háskólanum á Akureyri, en það er Norðanátt ásamt dyggum bakhjörlum sem stóð fyrir keppninni.
Styrkir og verðlaun
Rannís - Fræ styrkur - vor 2022
Norðansprotinn - Fyrstu verðlaun í nýsköpunarkeppni - vor 2022